Almennar fréttir

17. febrúar 2012

Framvinda við snjóflóðavarnargarða í Bolungarvík

Frá áramótum hafa fjórir starfsmenn unnið við snjóflóðavarnargarðana í Bolungarvík en starfsmönnum fækkaði um miðjan desember. Nú er unnið við skeringar við keilur sem eru ofan við snjóflóðavarnargarðana en þar hafa um 20 þúsund m3 af efni verið færðir til á síðustu vikum.

Einnig er unnið við gerð göngustíga upp á aðalvarnargarðinn en sá er um 700 m langur.  Efnið sem sprengt hefur verið úr fjallinu og fjarlægt, hefur að mestu leyti verið óhæft til fyllingar í garðana. Tuttugu metra hátt berg var áður á því svæði sem nú hefur verið sprengt í burtu. Þar er nú aflíðandi brekka sem sáð verður í.

Áætlað er að framkvæmdir muni stöðvast fljótlega en byrjað verður að nýju þegar vora tekur.  Veður hefur að mestu verið skaplegt í janúar og tiltölulega lítill snjór miðað við árstíma.

Næsta sumar verður áhersla lögð á frágang við garðana. Sett verður upp öryggisgirðing eftir endilöngum görðunum, lagðir verða göngustígar, gerðir útsýnispallar og náttúrugrjót lagt.

Ennfremur verður lokið við grindar- og fyllingarvinnu við garðana sjálfa en þegar er búið að framkvæma um 95% af þeim hluta.  Áætlað er að um 10 manns vinni við verkið næsta sumar og verklok eru fyrirhuguð í lok ágúst 2012.

 

 

 

 

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn