Almennar fréttir

17. febrúar 2012

Framvinda við snjóflóðavarnargarða í Bolungarvík

Frá áramótum hafa fjórir starfsmenn unnið við snjóflóðavarnargarðana í Bolungarvík en starfsmönnum fækkaði um miðjan desember. Nú er unnið við skeringar við keilur sem eru ofan við snjóflóðavarnargarðana en þar hafa um 20 þúsund m3 af efni verið færðir til á síðustu vikum.

Einnig er unnið við gerð göngustíga upp á aðalvarnargarðinn en sá er um 700 m langur.  Efnið sem sprengt hefur verið úr fjallinu og fjarlægt, hefur að mestu leyti verið óhæft til fyllingar í garðana. Tuttugu metra hátt berg var áður á því svæði sem nú hefur verið sprengt í burtu. Þar er nú aflíðandi brekka sem sáð verður í.

Áætlað er að framkvæmdir muni stöðvast fljótlega en byrjað verður að nýju þegar vora tekur.  Veður hefur að mestu verið skaplegt í janúar og tiltölulega lítill snjór miðað við árstíma.

Næsta sumar verður áhersla lögð á frágang við garðana. Sett verður upp öryggisgirðing eftir endilöngum görðunum, lagðir verða göngustígar, gerðir útsýnispallar og náttúrugrjót lagt.

Ennfremur verður lokið við grindar- og fyllingarvinnu við garðana sjálfa en þegar er búið að framkvæma um 95% af þeim hluta.  Áætlað er að um 10 manns vinni við verkið næsta sumar og verklok eru fyrirhuguð í lok ágúst 2012.

 

 

 

 

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn