Almennar fréttir

03. maí 2011

Fréttir af framkvæmdum – Methanol verksmiðjan

Framkvæmdir við Methanol verksmiðju í Svartsengi ganga vel. Unnið er að lagningu heimtauga frá HS Orku að framleiðsluhúsinu fyrir gas, vatn, gufu og háspennu. Uppsteypu á verksmiðjuhúsinu og undirstöðum á lóð er nánast lokið og unnið er að því að loka húsinu og klára alla jarðvinnu og lagnir í jörðu.

Nú í byrjun maí hefst vinna við að reisa sjálfa Methanol verksmiðjuna, þ.e.  að flytja búnað og tæki inn í húsið ásamt því að tengja pípulagnir og rafmagn. Um miðjan mánuð berast svokallaðir „skidar“ til landsins og hefst uppsetning á þeim í kjölfarið. “Skidarnir“ eru 25 metra háir stálturnar og vega um 40 tonn. Þeir bera uppi ýmsan búnað fyrir sjálfa framleiðsluna á methanoli.  Áætlað er að gangsetning  verksmiðjunnar verði  um miðjan júní.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn