Almennar fréttir

03. maí 2011

Fréttir af framkvæmdum – Methanol verksmiðjan

Framkvæmdir við Methanol verksmiðju í Svartsengi ganga vel. Unnið er að lagningu heimtauga frá HS Orku að framleiðsluhúsinu fyrir gas, vatn, gufu og háspennu. Uppsteypu á verksmiðjuhúsinu og undirstöðum á lóð er nánast lokið og unnið er að því að loka húsinu og klára alla jarðvinnu og lagnir í jörðu.

Nú í byrjun maí hefst vinna við að reisa sjálfa Methanol verksmiðjuna, þ.e.  að flytja búnað og tæki inn í húsið ásamt því að tengja pípulagnir og rafmagn. Um miðjan mánuð berast svokallaðir „skidar“ til landsins og hefst uppsetning á þeim í kjölfarið. “Skidarnir“ eru 25 metra háir stálturnar og vega um 40 tonn. Þeir bera uppi ýmsan búnað fyrir sjálfa framleiðsluna á methanoli.  Áætlað er að gangsetning  verksmiðjunnar verði  um miðjan júní.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn