Almennar fréttir

12. desember 2014

Fréttir frá Snekkestad í Noregi

Hérna á Snekkestad er allt á fullu þessa dagana. Lokadagsetning fyrir norðurhlutann af göngunum, ca. 1 km af jarðgöngum, er þann 18. desember og við erum að vinna í þeim lokafrágangi á fullu. Seinni hlutanum af göngunum, ca. 1,1 km, á að skila þann 12. janúar 2015. Samkvæmt okkar áætlun þá munum við ná að klára báða verkhlutana á áætlun.

Á tímabilinu frá júlí og til dagsins í dag hafa starfað hjá okkur með undirverktökum á bilinu 95 til 115 manns. Aðalframkvæmdirnar seinustu mánuðina hafa verið uppsetning á forsteyptum einingum og vatnsklæðningum, uppsteypa á tæknihúsum og vegskálum ásamt annarri steypuvinnu og svo jarðvinna og lagning á kapalstokkum, ídráttarrörum og brunnum. Þessi vinna hefur gengið vel og strákarnir og stelpurnar okkar hafa það orð á sér hjá verkkaupa og öðrum hér á svæðinu að vinna þeirra sé til fyrirmyndar fyrir aðra verktaka, eða eins og það er sagt á norsku „eksemplarisk utførelse“.  Þessi orð voru sögð af yfirverkefnisstjóranum hjá Jernbaneverket eftir að hann hafði farið í vettvangsskoðun í byrjun þessarar viku.

Við erum byrjuð að taka niður vinnubúðirnar og munu tæki, verkfæri og byggingar fara að mestu leyti til Nordnes verkefnisins í norður Noregi. Við áætlum að verða búin með niðurtektina og verklega vinnu við verkefnið í byrjun febrúar, en lokaskýrslum á að skila í lok mars. 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn