Almennar fréttir

02. nóvember 2012

Frystigeymsla HB Granda

Í dag 2. nóvember 2012 skrifaði ÍAV undir samning við HB Granda um að byggja 3.800 m² frystigeymslu. Frystigeymslan verður staðsett á athafnasvæði HB Granda á Norðurgarði, beint á móti Hörpu.

Byggingin skiptist í 2.600 m² frystigeymslu og 1.200 m² flokkunarstöð.

Framkvæmdir hefjast nú í nóvember og eru áætluð verklok 31. maí á næsta ári.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn