Almennar fréttir

17. janúar 2019

Fundur um áhættustjórnun vegna Vaðlaheiðarganga

Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarformaður verktakafyrirtækisins Ósafls og forstjóri Íslenskra aðalverktaka, heldur erindi í Háskólanum í Reykjavík í dag um Vaðlaheiðargöngin.

Erindið verður flutt kl. 12 í stofu V101 og er á vegum MPM-náms skólans. Er reiknað með að fundurinn taki um klukkustund. Sigurður mun fjalla sérstaklega um áhættustjórnun og þær áskoranir sem einkenna verk af þessari gerð og stærðargráðu, út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar.

Framkvæmd Vaðlaheiðarganga hófst árið 2013 en þau voru formlega opnuð 12. janúar síðastliðinn.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn