Almennar fréttir

15. júlí 2013

Fyrsta formlega sprenging í Vaðlaheiði

Fyrsta formlega sprenging Vaðlaheiðarganga var síðastliðinn föstudag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ýtti á sprengjuhnappinn.

Eins og áður hefur verið greint frá munu Vaðlaheiðargöng tengja saman Eyjafjörð og Fnjóskadal. Göngin sjálf verða tæpir 7,2 km, með vegskálum verða þau 7,5 km. Heildarlengd tengivega beggja megin ganganna verður 4,1 km. Gert er ráð fyrir að út úr Vaðlaheiðargöngum verði ekið á bilinu 30 til 40 þúsund vörubílsförmum af efni og í sprengingarnar má ætla að fari um 1000 tonn af sprengiefni.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn