Almennar fréttir

23. ágúst 2011

Fyrsta sprengingin í jarðgöngunum í Noregi

Um hádegisbil á föstudaginn var sprengt í fyrsta sinn í jarðgangaverkefni  sem ÍAV tekur þátt í við Snekkestad í Noregi.

Verkið er á áætlun en í árslok 2013 er reiknað með að búið verði að slá í gegn í göngunum.

Nú vinna um 35 starfsmenn við verkið en þeir koma frá Íslandi, Sviss, Spáni, Svíþjóð og Slóvakíu auk þess sem Norðmenn eiga fulltrúa í verkefninu. Gert er ráð fyrir að starfsmönnum fjölgi í 45 þegar verkefnið nær hámarki.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn