Almennar fréttir

12. janúar 2007

Fyrstu steypunni rennt í mót Tónlistar- og ráðstefnuhússins

Tímamót urðu í undirbúningi byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn í Reykjavík þann 12. janúar 2007, þegar fyrstu steypunni var rennt í mót í grunni hússins við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni.

Ísleifur Sveinsson byggingastjóri ÍAV stýrði verkinu og fékk sér til halds og trausts Björgólf Guðmundsson, stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Portus, Stefán Þórarinsson, formaður verkefnastjórnar, borgarstjóra Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra.

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er fyrsta sérhannaða húsið af þessari stærð hérlendis fyrir tónleika- og ráðstefnuhald. Með athöfninni hófst nýr kafli í langri sögu þessa stóra og mikla mannvirkis, sem á eftir að setja mikinn svip á miðborg Reykjavíkur.

Á byggingareitnum sem tengist Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu rís 400 herbergja hótel, verslunar- og skrifstofuhúsnæði svo og nýjar höfuðstöðvar Landsbankans.

Tónlistar-og ráðstefnuhúsið verður heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Bylting verður í aðstöðu til tónleikahalds á Íslandi með byggingu hússins. Ráðstefnuhaldi skapast einstök aðstaða með húsinu sem mun styrkja verulega ráðstefnu- og ferðaþjónustu í landinu og opna ný og spennandi tækifæri.

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn