Almennar fréttir

05. nóvember 2008

Fyrstu súlurnar rísa í álverinu í Helguvík

Starfsmenn ÍAV eru byrjaðir að reisa fyrstu súlurnar í byggingu kerskála fyrir álver í Helguvík.Súlurnar eru um 160 talsins og eru 8 metra háar, 22 tonn hver að þyngd.Alls verða 160 súlur reistar í kerskálunum tveimur sem verða 26 metra breiðir og 400 metra langir eða rúmlega 10.000 fm hvor skáli.

Búið er að steypa undirstöður undir helming súlnanna.Síðustu vikur hefur verið unnið í að grafa lagnir í jörð auk annarrar jarðvinnu.Um 75 manns vinna að verkinu á vegum ÍAV.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn