Almennar fréttir

28. apríl 2017

Gegnumslag í Vaðlaheiðagöngum

Slegið var í gegn í Vaðlaheiðagöng­um seinni part­inn í dag. Fjár­málaráðherra og fjöl­marg­ir nú­ver­andi og fyrr­ver­andi þing­menn voru á staðnum auk þess sem al­menn­ingi var boðið að fylgj­ast með. Var farið inn aust­an meg­in og eft­ir að slegið var í gegn var gengið yfir haug­inn sem var sprengd­ur og tek­ist í hend­ur vest­an meg­in.

Kristján Möller, fyrr­ver­andi ráðherra sam­göngu­mála, seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta sé stór­kost­leg stund. „Maður seg­ir bara loks­ins loks­ins!“ seg­ir hann og bæt­ir við að margt baga­legt hafi komið upp á við vinn­una. „Það hef­ur mætt okk­ur allt sem get­ur mætt okk­ur við jarðgangna­gerð,“ seg­ir hann og nefn­ir heitt og kalt vatn sem hafi flætt úr göng­un­um, hrun og lé­leg set­lög.

„Það er af­rek að þetta var klárað miðað við allt sem hef­ur mætt okk­ur, en ég er mest þakk­lát­ur að eng­in slys hafi orðið,“ seg­ir Kristján og rifjar upp þegar hrun varð aust­an meg­in í göng­un­um og þau fyllt­ust af vatni. Seg­ir hann það hafa verið guðsmildi að eng­inn hafi slasast.

Kristján var ráðherra sam­göngu­mála árin 2007 til 2010 þegar unnið var að und­ir­bún­ings­vinnu fyr­ir göng­in í ráðuneyt­inu. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar sjálf­ar hófst svo 2012 og fyrsta spreng­ing­in var í júlí 2013.

Nú tek­ur við 15-16 mánaða lokafrá­gang­ur og seg­ir Kristján að bú­ast megi við opn­un gangn­anna á haust­mánuðum á næsta ári.

Fréttin birtist fyrst á mbl.is og ljósmyndir eru frá mbl.is.

Hér má sjá frétt á RÚV um áfangann.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn