Almennar fréttir

28. apríl 2017

Gegnumslag í Vaðlaheiðagöngum

Slegið var í gegn í Vaðlaheiðagöng­um seinni part­inn í dag. Fjár­málaráðherra og fjöl­marg­ir nú­ver­andi og fyrr­ver­andi þing­menn voru á staðnum auk þess sem al­menn­ingi var boðið að fylgj­ast með. Var farið inn aust­an meg­in og eft­ir að slegið var í gegn var gengið yfir haug­inn sem var sprengd­ur og tek­ist í hend­ur vest­an meg­in.

Kristján Möller, fyrr­ver­andi ráðherra sam­göngu­mála, seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta sé stór­kost­leg stund. „Maður seg­ir bara loks­ins loks­ins!“ seg­ir hann og bæt­ir við að margt baga­legt hafi komið upp á við vinn­una. „Það hef­ur mætt okk­ur allt sem get­ur mætt okk­ur við jarðgangna­gerð,“ seg­ir hann og nefn­ir heitt og kalt vatn sem hafi flætt úr göng­un­um, hrun og lé­leg set­lög.

„Það er af­rek að þetta var klárað miðað við allt sem hef­ur mætt okk­ur, en ég er mest þakk­lát­ur að eng­in slys hafi orðið,“ seg­ir Kristján og rifjar upp þegar hrun varð aust­an meg­in í göng­un­um og þau fyllt­ust af vatni. Seg­ir hann það hafa verið guðsmildi að eng­inn hafi slasast.

Kristján var ráðherra sam­göngu­mála árin 2007 til 2010 þegar unnið var að und­ir­bún­ings­vinnu fyr­ir göng­in í ráðuneyt­inu. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar sjálf­ar hófst svo 2012 og fyrsta spreng­ing­in var í júlí 2013.

Nú tek­ur við 15-16 mánaða lokafrá­gang­ur og seg­ir Kristján að bú­ast megi við opn­un gangn­anna á haust­mánuðum á næsta ári.

Fréttin birtist fyrst á mbl.is og ljósmyndir eru frá mbl.is.

Hér má sjá frétt á RÚV um áfangann.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn