Almennar fréttir

12. janúar 2018

GERVITUNGL TIL SÝNIS Á HÁSKÓLATORGI

Þann 15. janúar næstkomandi gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er við að mynda jörðina úr mikilli hæð. Með myndunum verða til svokölluð fjarkönnunargögn sem byggjast á flóknum tölvumyndum sem nýtast t.d. við mjög margbrotnar landfræðilegar greiningar, við margs konar kortlagningu, greiningu umferðar á sjó og landi og einnig við greiningu ýmissa efnasambanda í lofthjúpi og á yfirborði jarðar. 

Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki síst með hagnýtingu nanó-tækni, hafa þau farið hratt minnkandi.  Gervitunglið á Háskólarorgi, sem heitir Planet Labs,  er mjög smátt miðað við „hefðbundin“ gervitungl eða aðeins um fjögur kílógrömm að þyngd og það er einungis 30 cm. á lengd og 10 cm. á breidd. Tunglinu er skotið á sporbaug með hefðbundnum eldflaugum og þeim komið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þaðan sett á sporbaug í 500 kílómetra hæð yfir jörðu.  Þau fljúga síðan milli póla eða í Norður-Suður yfir jörðinni sem snýst frá austri til vesturs þannig að tunglin skanna jörðina alla einu sinni á sólarhring.

Það er íslenska fyrirtækið ÍAV sem hefur milligöngu um flutning á tunglinu til landsins en ÍAV þjónustar jarðstöð bandaríska fyrirtækisins Planet Labs sem rekur þessi tungl (www.planet.com), en jarðstöðin er á Ásbrú í Reykjanesbæ.  Á einum sólarhring senda gervitunglin sem Planet Labs rekur fimm til sex terabæt af gögnum og jarðstöð á Ásbrú tekur við hartnær helmingnum af þeim myndum.

Þess má geta að ÍAV sá um byggingu á Háskólatorgi þar sem gervitunglið verður sýnt. 

Hlusta á viðtal við Jón Atla Benediktsson rektor HÍ og prófessor í rafmagnsverkfræði

Hér má sjá frétt RÚV ásamt viðtali við Jón Atla. (Aðgengilegt til 15. apríl 2018)

Öllum er velkomið að koma á Háskólatorg að skoða gervitunglið dagana 15. til 18 janúar 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn