Almennar fréttir

14. júlí 2008

Gestastofa opnuð

Í Gestastofu er varpað ljósi á breytta ásýnd miðborgarinnar með tilkomu nýju bygginganna og geta gestir virt fyrir sér stórkostlegt útsýni til norðurs og suðurs frá Gestastofunni sem staðsett er á 4. hæð á Lækjartorgi. Með því að fylgjast með hraðri uppbyggingu á byggingarreitnum og horfa á iðandi mannlíf miðbæjarins má gera sér í hugarlund hvernig umhorfs verður þegar hafnarsvæðið og miðbærinn tengjast aftur.

Á sýningunni fá gestir, í máli og myndum, innsýn í söguna á bakvið hönnunar- og byggingarferlið og helstu þátttakendurna sem að framkvæmdunum standa. Í ferlinu hefur verið tekið tillit til ótal mismunandi þátta er meðal annars varða arkitektúr, verkfræði, notkunarmöguleika og fagurfræði.

Fjöldi líkana af húsinu og umhverfi þess eru til sýnis. Raunveruleg vinnulíkön Ólafs Elíassonar af glerhjúpnum eru í Gestastofunni og með þeim er betur hægt að átta sig á tvívíðu og þrívíðu glerstrendingunum. Ljósaveggur - listaverk eftir Ólaf er sömuleiðis til sýnis. Veggurinn er þeim eiginleikum gæddur að hann varpar sólarhring af íslenskri sumarbirtu á einni klukkustund og eru áhrifin ólýsanleg og því sjón sögu ríkari.

Með því að skoða nýtt skipulagslíkan miðborgarinnar fá gestir tækifæri til að átta sig betur á því hvernig ásýnd miðborgarinnar verður að uppbyggingunni lokinni, hvar umferðarstokkurinn kemur til með að fara ofan í jörðina og veita þannig fólki fremur en bílum forgang á yfirborðinu. Hápunktur sýningarinnar er 10 metra útsýnisgluggi sem snýr í norður yfir byggingarreitinn því þar getur fólk fylgst með framvindu uppbyggingarinnar, slakað á og notið stórbrotins útsýnis.

Á sýningunni fá gestir jafnframt yfirlit yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem verður í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu eftir opnun en margir af þeim stóru viðburðum sem þar verða hvort sem er á ráðstefnu- eða tónlistarsviðinu þarfnast skipulagningar langt fram í tímann.
Markmiðið er að Gestastofa verði lifandi og taki ákveðnum breytingum í takt við þróun heildarframkvæmdanna og undirbúningi rekstrar við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sjálft.

Gestastofa verður vettvangur fagaðila sem og allra áhugasamra um framkvæmdirnar. Þar verður reglulega hægt að sækja fjölbreytta viðburði s.s. fundi, fyrirlestra, pallborðsumræður, leiðsagnir og tónleika. Sérfræðingar munu kafa ofan í og kynna tiltekna framkvæmda- og rekstrarþætti auk þess sem tekið verður á mörgum af þeim verkþáttum sem eru í brennidepli hverju sinni í framkvæmdaferlinu og þeim gerð dýpri skil. Þannig verður hægt að fá fram mismunandi sjónarmið auk þess sem gestir geta komið hugmyndum sínum og ábendingum á framfæri.

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verður húsið okkar allra - Gestastofa er forsmekkurinn af því sem koma skal - í hana eru allir velkomnir.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn