Almennar fréttir

14. júlí 2008

Gestastofa opnuð

Í Gestastofu er varpað ljósi á breytta ásýnd miðborgarinnar með tilkomu nýju bygginganna og geta gestir virt fyrir sér stórkostlegt útsýni til norðurs og suðurs frá Gestastofunni sem staðsett er á 4. hæð á Lækjartorgi. Með því að fylgjast með hraðri uppbyggingu á byggingarreitnum og horfa á iðandi mannlíf miðbæjarins má gera sér í hugarlund hvernig umhorfs verður þegar hafnarsvæðið og miðbærinn tengjast aftur.

Á sýningunni fá gestir, í máli og myndum, innsýn í söguna á bakvið hönnunar- og byggingarferlið og helstu þátttakendurna sem að framkvæmdunum standa. Í ferlinu hefur verið tekið tillit til ótal mismunandi þátta er meðal annars varða arkitektúr, verkfræði, notkunarmöguleika og fagurfræði.

Fjöldi líkana af húsinu og umhverfi þess eru til sýnis. Raunveruleg vinnulíkön Ólafs Elíassonar af glerhjúpnum eru í Gestastofunni og með þeim er betur hægt að átta sig á tvívíðu og þrívíðu glerstrendingunum. Ljósaveggur - listaverk eftir Ólaf er sömuleiðis til sýnis. Veggurinn er þeim eiginleikum gæddur að hann varpar sólarhring af íslenskri sumarbirtu á einni klukkustund og eru áhrifin ólýsanleg og því sjón sögu ríkari.

Með því að skoða nýtt skipulagslíkan miðborgarinnar fá gestir tækifæri til að átta sig betur á því hvernig ásýnd miðborgarinnar verður að uppbyggingunni lokinni, hvar umferðarstokkurinn kemur til með að fara ofan í jörðina og veita þannig fólki fremur en bílum forgang á yfirborðinu. Hápunktur sýningarinnar er 10 metra útsýnisgluggi sem snýr í norður yfir byggingarreitinn því þar getur fólk fylgst með framvindu uppbyggingarinnar, slakað á og notið stórbrotins útsýnis.

Á sýningunni fá gestir jafnframt yfirlit yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem verður í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu eftir opnun en margir af þeim stóru viðburðum sem þar verða hvort sem er á ráðstefnu- eða tónlistarsviðinu þarfnast skipulagningar langt fram í tímann.
Markmiðið er að Gestastofa verði lifandi og taki ákveðnum breytingum í takt við þróun heildarframkvæmdanna og undirbúningi rekstrar við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sjálft.

Gestastofa verður vettvangur fagaðila sem og allra áhugasamra um framkvæmdirnar. Þar verður reglulega hægt að sækja fjölbreytta viðburði s.s. fundi, fyrirlestra, pallborðsumræður, leiðsagnir og tónleika. Sérfræðingar munu kafa ofan í og kynna tiltekna framkvæmda- og rekstrarþætti auk þess sem tekið verður á mörgum af þeim verkþáttum sem eru í brennidepli hverju sinni í framkvæmdaferlinu og þeim gerð dýpri skil. Þannig verður hægt að fá fram mismunandi sjónarmið auk þess sem gestir geta komið hugmyndum sínum og ábendingum á framfæri.

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verður húsið okkar allra - Gestastofa er forsmekkurinn af því sem koma skal - í hana eru allir velkomnir.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn