Almennar fréttir

03. september 2007

Glæsileg fjölbýlishús við sjávarsíðuna

ÍAV hafa sett í sölu fyrstu tvö húsin af fjórum sem fyrirtækið byggir við Norðurbakkann í Hafnarfirði. Staðsetning húsanna er frábær, við sjávarsíðuna mót suðri rétt í göngufæri við miðbæ Hafnarfjarðar. Þau verða á fjórum til fimm hæðum með lyftu sem gengur niður í sameiginlegan bílakjallara. Sérstæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð. Húsin verða ákaflega vönduð í alla staði. Þau verða klædd viðhaldslítilli álklæðningu og að hluta til með harðviði. Gluggar verða álklæddir timburgluggar. Íbúðunum verður skilað fullbúnum með parketi á gólfum en baðherbergis- og þvottahúsgólf verða flísalögð.

Húsin eru hönnuð og teiknuð af arkitektastofunni Batteríinu. Lögð hefur verið áhersla á að hafa íbúðirnar stórar og bjartar. Gluggar ná niður í gólf sem hleypa inn meiri birtu. Þá er lofthæð meiri heldur en gengur og gerist. Að ýmsu öðru hefur verið hugað með það að markmiði að bæta þægindi og öryggi íbúanna. Þannig verður hugað sérstaklega að  hljóðeinangrun með tvöföldum upphituðum gólfum.  Mynddyrasími, brunaviðvörunarkerfi, loftskiptakerfi, snjóbræðslukerfi á göngustígum og tvennar svalir með vindskermum verða með flestum íbúðum. Innréttingar verða spónlagðar og hægt að velja á milli þriggja viðartegunda. Heimilistæki verða vönduð og með burstaðri stáláferð. Við hönnun lóða er lögð rík áhersla á snyrtilegan frágang og notagildi. Á þaki bílakjallara er sameiginlegur garður með leiksvæði garðbekkjum og púttvelli.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn