Almennar fréttir

24. nóvember 2009

Gluggavirki Tónlistar- og ráðstefnuhússins tekur á sig mynd

Uppsetning hefðbundna glerhjúpsins sem þekja mun alla fyrstu hæð Tónlistar- og ráðstefnuhússins hófst fyrir allnokkru og er nú vel á veg kominn.

Á suðurhlið hússins mun verða settur upp svokallaður QB (Quasi brick) glerveggur. Hér  er um að ræða sexstrenda kubba sem líta út eins og stuðlaberg. Alls fara um eittþúsund slíkir kubbar á suðurhlið hússins, þar af eru um 450 þeirra sérsmíðaðir.

Undirbúningur fyrir uppsetningu QB hófst nú í haust en sjóða þurfti festingar fyrir vinnupalla til að starfsmenn gætu athafnað sig við verkið. Verið er að stilla af fyrstu kubbana en rúmlega 100 stykki eru nú þegar komnir til landsins.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn