Almennar fréttir

28. september 2004

Góð sala íbúða við Þrastarhöfða

ÍAV eru nú með í byggingu stórglæsilegt fjölbýlishús við Þrastarhöfða 4-6 vestast í Mosfellsbæ. Húsið er hannað af Arcus arkitektum með þarfir fjölskyldufólks í huga. Um er að ræða tvo stigaganga í sambyggðu L-laga fjölbýlishúsi. Húsið er þriggja hæða með 22 íbúðum og 14 bílastæðum í bílageymslukjallara. Húsið er einangrað og klætt að utan með flísum og harðvið. Gluggar eru álklæddir timburgluggar. Öll hönnun miðar að því að viðhald verði í lágmarki. Sér inngangur er af svalagangi eða beint af jarðhæð í hverja íbúð. Afhending á fyrstu íbúðum verður í júlí 2005.

Mikil eftirspurn
Að sögn Margrétar Sveinbjörnsdóttur, sölufulltrúa hjá ÍAV, hefur eftirspurnin verið mjög góð en rétt tæplega helmingur íbúða var fyrsta mánuðinn sem íbúðirnar voru til sölu. "Við áttum von á því að markaðurinn tæki þessum íbúðum vel einkum þar sem mikið hefur verið lagt í hönnun þeirra auk þess sem gæðastig þeirra er hátt. Í húsinu eru 3ja herbergja 88-105 fermetra íbúðir, 4ra herbergja 114-122 fermetra íbúðir og 5 herbergja íbúðir um 130 fermetrar að stærð sem henta flestum fjölskyldustærðum", segir Margrét.

Stór, opin og björt rými
Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna, að undanskildum baðherbergjum og þvottahúsgólfum sem eru flísalögð. Veggir baðherbergja eru flísalagðir í hurðarhæð og salerni upphengd. Sjónvarpsloftnets- og símatenglar eru í stofu og svefnherbergjum. Sér þvottahús eru í öllum íbúðum.

Innréttingar
Val er um þrjár viðartegundir í spónlögðum vönduðum innréttingum og hurðum. Gler er í forstofuhurð. Heimilistæki eru frá AEG, eða sambærileg, með burstaðri stáláferð. Innréttingar eru sérlega vandaðar, en óski kaupandi eftir að hanna íbúðina að eigin smekk verður tekið vel í slíkar óskir. Þær þurfa þó að koma fram í tíma.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn