Almennar fréttir

23. ágúst 2016

Góður gangur hjá ÍAV Marti í Búrfelli.

Gangnagröftur hefur gengið vel að undanförnu og er borað á þrem stöfnum núna í Stöðvarhúsi,lower bed og í tailraise.

Búið er að sprengja um 50% af lengd stöðvarhúss en síðan á eftir að lækka gólf um 7m niður. Stafninn er býsna stór eða 15m x 11,5m og borað 4m inn í hverri sprengingu og kemur um 900m3 af efni úr hverri sprengingu. Þetta samsvarar að við værum að gera veggöng sem væru með tvöföldum akreinum í báðar áttir.

 „Raise“ borinn er verið að klára að tengja og klára frágang. Rafnotkun á bornum er um 700kw og 1000-1100 A , Þetta er splunku ný græja sem Marti var að kaupa, borun fer þannig fram að fyrst er boruð 15“ =37cm hola niður í stöðvarhús um 100m löng þar er sett á borkróna fyrir kapalgöngin 4,5m í þvermál sem er síðan boruð upp. Það sama er gert fyrir vatnsgöngin en þar er borkrónan 6,0m í þvermál. Starfsmenn Marti sem koma í þessa borun hafa verið síðustu þrjú og hálft ár í Chile við samskonar boranir við námavinnslu en þar eru þessar borholur notaðar til loftræstinga í námum.

Nýja grafan sem við vorum að fá er Liebherr 966 og er um 75t og með 2,7 og 4 m3 skóflum, þetta er mjög öflug vél.

Sjá meðfylgjandi myndir frá vinnusvæðinu.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn