Almennar fréttir

13. október 2009

Góður gangur í Furugerði

Nú hefur verið lokið við að setja þak á fjölbýlishúsið við Furugerði 1 en þar er verið að byggja 6 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Nánast er lokið við að klæða undir álklæðningu og byrjað er að vinna í klæðningu utanhúss. Innanhúss hefur verið hafist handa við að setja upp veggi.

ÍAV hóf framkvæmdir við stækkun í Furugerði í júní sl. en verkið felur í sér stækkun á byggingunni þar sem byggðar verða 6 íbúðir. Einnig verður byggð baðaðstaða og núverandi matsalur á 1. hæð hússins verður stækkaður. Um þessar mundir er verið að klára vinnu við uppsteypu á matsal. Verkinu á að ljúka um áramótin. Verkið er á áætlun og er fjöldi starfsmanna við verkið nú, alls 36.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn