Almennar fréttir

30. ágúst 2016

Góður gangur við gerð Vaðlaheiðarganga

„Nú eru eftir 1.351 metrar af greftri Vaðlaheiðarganga (5.855 m búnir). Gröftur hefur gengið ágætlega síðustu vikur þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Grafnir voru 62 metrar í Eyjafirði í síðustu viku sem er mjög gott.

Búið er að grafa og styrkja um 2/3 hluta hrunsvæðisins í Fnjóskadal og er áætlað að jarðgangagröftur muni hefjast að nýju upp úr mánaðarmótum Sept/Okt.

Vegavinna hefur verið í gangi í sumar og er ætlunin að klára að mestu massa tilfærslurnar í vegagerðinni á þessu hausti. Burðarlög og klæðningar munu hinsvegar bíða vors.

Ætla má að verkið klárist vorið 2018 að öllu óbreyttu.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn