Almennar fréttir

27. janúar 2010

Grænar byggingar í sókn

ÍAV tekur um þessar mundir þátt í að undirbúa stofnun „Vistvænnar byggðar“ sem er vettvangur um sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð. Síðastliðið vor kom hingað til lands, fulltrúi frá alþjóðlegum samtökunum BREEAM (BRE Environmental Assessment Method). Í kjölfarið var skipaður undirbúningshópur sem í voru fulltrúar verkfræðistofa, arkitektastofa, verktaka og opinberra aðila. Hópurinn hefur komið saman reglulega til að móta ramma utan um starfsemi „Vistvænnar byggðar“ ásamt því að móta framtíðarsýn fyrir félagið.

Tilgangur „Vistvænnar byggðar“ er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Markmiðið er að hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi. Þannig er stuðlað að því að þjóðin geti til framtíðar búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.

Hvaða kerfi nýtast best?

Meðal helstu verkefna „Vistvænnar byggðar“ verður að taka afstöðu til þeirra matskerfa fyrir byggingar sem notuð eru um allan heim. Hér á landi og á hinum Norðurlöndunum hefur aðallega verið stuðst við tvö matskerfi en þau eru LEED (Leadership in Energy and Environmental Design) og áðurnefnt BREEAM matskerfi. Kerfin eru sett fram til þess að meta og bæta frammistöðu bygginga með tilliti til umhverfismála. En hvaða kerfi henta hvar og hvaða viðmið eru æskileg? Hlutverk „Vistvænnar byggðar“ verður að leita svara við þessum spurningum ásamt því að leiða umræðu um málefnið hér á landi og taka þátt í henni utan landsteinanna.

Öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta verið með í „Vistvænni byggð“. Þar skapast vettvangur til að efla tengsl við þá sem kljást við svipaðar spurningar og þá sem vilja skapa vistvæna byggð á Íslandi. „Vistvænni byggð“ er ætlað að vera vettvangur fyrir fagfólk, fræðafólk og atvinnurekendur til að koma saman og leiða umræðuna.

Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Stofnfundurinn verður haldinn kl. 16 sama dag á sama stað. Frekari upplýsingar veitir Þorleifur Björnsson leifi@iav.is

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn