Almennar fréttir

08. ágúst 2007

Gullengi

Í júlí 2007 hófu starfsmenn ÍAV byggingu húsanna að Gullengi 2 og 4 í Grafarvogi. Gullengi 2 og 4 eru tvö þriggja hæða fjölbýlishús, með þremur íbúðum á hæð. Sérinngangur er í hverja íbúð. Í kjöllurum eru sérgeymslur íbúða, hjóla- og vagnageymslur ásamt tæknirýmum. Hjóla- og vagnageymslur eru einnig á jarðhæðum.

Húsin standa á grónum og eftirsóttum stað, nærri allri þjónustu, svo sem skólum og verslunum. Útveggir eru með steiningaráferð og viðarklæddir að hluta sbr. teikningar arkitekta. Sameignir og lóðir verða fullfrágengar með snjóbræðslulögnum í hluta af hellulögðum göngustígum. Íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna en með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Lóðir verða frágengnar samkvæmt teikningum arkitekta. Verklok á húsi númer 4 eru áætluð í maí 2008, verklok á húsi númer 2 eru í október 2008.

Verkefnastjóri er Kristján Leifsson og byggingastjóri er Haukur Þórisson.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn