Almennar fréttir

08. ágúst 2007

Gullengi

Í júlí 2007 hófu starfsmenn ÍAV byggingu húsanna að Gullengi 2 og 4 í Grafarvogi. Gullengi 2 og 4 eru tvö þriggja hæða fjölbýlishús, með þremur íbúðum á hæð. Sérinngangur er í hverja íbúð. Í kjöllurum eru sérgeymslur íbúða, hjóla- og vagnageymslur ásamt tæknirýmum. Hjóla- og vagnageymslur eru einnig á jarðhæðum.

Húsin standa á grónum og eftirsóttum stað, nærri allri þjónustu, svo sem skólum og verslunum. Útveggir eru með steiningaráferð og viðarklæddir að hluta sbr. teikningar arkitekta. Sameignir og lóðir verða fullfrágengar með snjóbræðslulögnum í hluta af hellulögðum göngustígum. Íbúðum verður skilað fullbúnum án gólfefna en með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Lóðir verða frágengnar samkvæmt teikningum arkitekta. Verklok á húsi númer 4 eru áætluð í maí 2008, verklok á húsi númer 2 eru í október 2008.

Verkefnastjóri er Kristján Leifsson og byggingastjóri er Haukur Þórisson.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn