Almennar fréttir

08. apríl 2008

Hálf öld að baki

Það er ekki á hverjum degi sem menn ná þeim merka áfanga að starfa hjá sama vinnuveitanda í 50 ár því náði Bragi Hansson þann 8. apríl 2008.

Bragi man tímana tvenna í starfsemi fyrirtækisins og hefur verið þátttakandi í miklum og margvíslegum breytingum á starfsemi þess.  Fyrstu fjóra áratugina eða svo var starfsemi félagsins að mestu einskorðuð við Keflavíkurflugvöll og aðallega unnið fyrir einn verkkaupa.  Á þessum tíma var Bragi andlit fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu og var í raun eini sýnilegi hluti af starfsemi félagsins fyrir stórum hluta birgja og viðskiptamanna.

Bragi hefur gengt nokkrum störfum hjá ÍAV á þessum tíma.  Á upphafsárum sínum hjá ÍAV var Bragi skrifstofustjóri á skrifstofu félagsins í Reykjavík auk þess að vinna við bókhald.  Bragi tók síðan að sér starf innkaupafulltrúa auk þess að sjá um útréttingar fyrir aðalskrifstofu og yfirstjórn. 

Til að gera daginn, sem fyllti hálfrar aldar starfsafmæli, sem eftirminnilegastan fór Bragi til Bolungavíkur þar sem ÍAV og Marti Contractors skrifuðu undir samning við Vegagerðina um gerð Bolungarvíkurganga. 

ÍAV þakkar Braga fyrir gott starf í 50 ár og einstaka tryggð gagnvart félaginu.
 

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn