Almennar fréttir

08. apríl 2008

Hálf öld að baki

Það er ekki á hverjum degi sem menn ná þeim merka áfanga að starfa hjá sama vinnuveitanda í 50 ár því náði Bragi Hansson þann 8. apríl 2008.

Bragi man tímana tvenna í starfsemi fyrirtækisins og hefur verið þátttakandi í miklum og margvíslegum breytingum á starfsemi þess.  Fyrstu fjóra áratugina eða svo var starfsemi félagsins að mestu einskorðuð við Keflavíkurflugvöll og aðallega unnið fyrir einn verkkaupa.  Á þessum tíma var Bragi andlit fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu og var í raun eini sýnilegi hluti af starfsemi félagsins fyrir stórum hluta birgja og viðskiptamanna.

Bragi hefur gengt nokkrum störfum hjá ÍAV á þessum tíma.  Á upphafsárum sínum hjá ÍAV var Bragi skrifstofustjóri á skrifstofu félagsins í Reykjavík auk þess að vinna við bókhald.  Bragi tók síðan að sér starf innkaupafulltrúa auk þess að sjá um útréttingar fyrir aðalskrifstofu og yfirstjórn. 

Til að gera daginn, sem fyllti hálfrar aldar starfsafmæli, sem eftirminnilegastan fór Bragi til Bolungavíkur þar sem ÍAV og Marti Contractors skrifuðu undir samning við Vegagerðina um gerð Bolungarvíkurganga. 

ÍAV þakkar Braga fyrir gott starf í 50 ár og einstaka tryggð gagnvart félaginu.
 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn