Almennar fréttir

19. september 2014

Háloftavinna í Hafnarhyrnu á Siglufirði

Verkið gengur vel og er búið að bora um 1130 bolta af 1340, og erum við staddir í línu 12 af 14 línum.

Verið er að setja upp 101 grind af 282 nú í sumar og gengur það vel búið að hífa upp í dag 65 grindur og mun því ljúka um miðja næstu viku að setja upp grindur og full setja saman og erum við þá búnir með línur 1-7. Vonast ég til að geta unnið hér fram í miðjan okt í ár og byrjað verði aftur í júní byrjun á næsta ári og lokið við verkið í ágúst lok en verklok eru áætluð 1 okt 2015.

Hér eru 20 menn að störfum og hefur verið vel að verki staðið hjá þessum krafta mönnum við mjög krefjandi og erfiðar aðstæður.

Hér má sjá fjölda mynda sem teknar voru nýverið.

Sjá fétt á siglo.is

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn