Almennar fréttir

18. mars 2011

Harpa afhent vorið 2011

Samkomulag hefur náðst á milli ÍAV annars vegar og Austurhafnar og Portusar hins vegar um skiladagsetningu Hörpunnar 7. apríl 2011. Þá verður mögulegt að byrja að flytja inn í húsið og undirbúa opnun en tilkynnt verður um formlegan opnunardag Hörpunnar í lok júní nk.

Nokkur seinkun hefur orðið á framleiðslu og uppsetningu glerhjúpsins sem umlykur bygginguna sökum stöðvunar verksins frá október 2008 til mars 2009 en aðilar verkefnisins hafa nú náð samkomulagi um að vinna upp þá seinkun.

Uppsetning á einingum sem mynda glerhjúpinn hefur gengið vel að undanförnu og er glerjun á norðurhlið hússins komin vel á veg. Um þessar mundir er unnið að uppsetningu glerhjúpsins samtímis á öllum hliðum hússins. Innanhúss er unnið á öllum stöðum og eru sum svæði nú þegar langt komin. Bundna leið verksins liggur nú í gegnum vinnu við glerhjúp og vinnu í aðalsal og mun með haustinu einnig verða við vinnu á anddyris svæðum að sunnanverðu.

Um 400 starfsmenn eru nú á verkstað og mun þeim fjölga eitthvað á næstunni.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn