Almennar fréttir

18. mars 2011

Harpa afhent vorið 2011

Samkomulag hefur náðst á milli ÍAV annars vegar og Austurhafnar og Portusar hins vegar um skiladagsetningu Hörpunnar 7. apríl 2011. Þá verður mögulegt að byrja að flytja inn í húsið og undirbúa opnun en tilkynnt verður um formlegan opnunardag Hörpunnar í lok júní nk.

Nokkur seinkun hefur orðið á framleiðslu og uppsetningu glerhjúpsins sem umlykur bygginguna sökum stöðvunar verksins frá október 2008 til mars 2009 en aðilar verkefnisins hafa nú náð samkomulagi um að vinna upp þá seinkun.

Uppsetning á einingum sem mynda glerhjúpinn hefur gengið vel að undanförnu og er glerjun á norðurhlið hússins komin vel á veg. Um þessar mundir er unnið að uppsetningu glerhjúpsins samtímis á öllum hliðum hússins. Innanhúss er unnið á öllum stöðum og eru sum svæði nú þegar langt komin. Bundna leið verksins liggur nú í gegnum vinnu við glerhjúp og vinnu í aðalsal og mun með haustinu einnig verða við vinnu á anddyris svæðum að sunnanverðu.

Um 400 starfsmenn eru nú á verkstað og mun þeim fjölga eitthvað á næstunni.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn