Almennar fréttir

09. júní 2013

Harpa hlýtur ein virtustu byggingarverðlaun heims

Í dag voru Mies van der Rohe, verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist, afhent en þau féllu í skaut Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík sem ÍAV byggði ásamt undirverktökum. Þau voru afhent í Mies van der Rohe í Pavilion í Barcelona á Spáni. Verðlaunin, sem veitt eru annað hvert ár, eru ein virtustu verðlaun á þessu sviði í heiminum.

350 byggingar frá 37 löndum Evrópu voru tilnefndar til Mies van der Rohe verðlaunanna. Í rökstuðningi kom fram að formaður dómnefndar, Wiel Arets, lagði einkum áherslu á þrennt: Þá ákvörðun að ljúka við byggingu Hörpu þrátt fyrir kreppuna, einstaka tengingu byggingarinnar við höfnina og umhverfi Reykjavíkur og merkilega samvinnu við Ólaf Elíasson um glerhjúpinn utan um húsið.

Í þakkarræðu sinni við athöfnina þakkaði Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu, dómnefndinni, arkitektum hússins og byggingaraðilum þess. Hann bætti svo við;  „Mest af öllu vil ég þakka íslensku þjóðinni sem lét húsið verða að veruleika og fyllir það nú á hverjum degi af lífi.“

Við sem byggðum Hörpu erum stoltir af þessari viðurkenningu.

Twitter Facebook
Til baka

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar
10. maí 2023

Landsbankinn - Dyrnar opnaðar á skrifstofum framtíðarinnar

Starfsfólk Landsbankans hefur nú hafið flutninga í nýjar höfuðstöðvar. Íslenskir aðalverktakar hafa unnið að verkinu síðustu ár með frábærum samstarfsaðilum. Skrifstofurnar setja ný viðmið á Íslandi þegar kemur að sjálfbærni og nútímalegri vinnuaðstöðu.

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Fréttasafn