Almennar fréttir

09. júní 2013

Harpa hlýtur ein virtustu byggingarverðlaun heims

Í dag voru Mies van der Rohe, verðlaun Evrópusambandsins fyrir nútímabyggingarlist, afhent en þau féllu í skaut Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík sem ÍAV byggði ásamt undirverktökum. Þau voru afhent í Mies van der Rohe í Pavilion í Barcelona á Spáni. Verðlaunin, sem veitt eru annað hvert ár, eru ein virtustu verðlaun á þessu sviði í heiminum.

350 byggingar frá 37 löndum Evrópu voru tilnefndar til Mies van der Rohe verðlaunanna. Í rökstuðningi kom fram að formaður dómnefndar, Wiel Arets, lagði einkum áherslu á þrennt: Þá ákvörðun að ljúka við byggingu Hörpu þrátt fyrir kreppuna, einstaka tengingu byggingarinnar við höfnina og umhverfi Reykjavíkur og merkilega samvinnu við Ólaf Elíasson um glerhjúpinn utan um húsið.

Í þakkarræðu sinni við athöfnina þakkaði Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu, dómnefndinni, arkitektum hússins og byggingaraðilum þess. Hann bætti svo við;  „Mest af öllu vil ég þakka íslensku þjóðinni sem lét húsið verða að veruleika og fyllir það nú á hverjum degi af lífi.“

Við sem byggðum Hörpu erum stoltir af þessari viðurkenningu.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn