Almennar fréttir

01. febrúar 2013

Harpa í úrslit í arkitektasamkeppni

Á dögunum komst Harpan í úrslit í arkitektasamkeppni í Evrópu. Um er að ræða Mies van der Rohe verðlaunin sem eru veitt fyrir nútíma arkitektúr. Harpan er nú komin í hóp með fimm öðrum byggingum í Evrópu en alls voru sendar inn 335 tillögur af byggingum frá 37 löndum. Þetta er því gríðarlegur sigur fyrir þá arkitekta og hönnuði sem komu að hönnun Hörpunnar. Tilnefndir til verðlauna vegna Hörpunnar eru: Batteríið arkitektar, Henning Larsen Architects og stúdío Ólafs Elíasson. Við hjá ÍAV erum að sjálfsögðu afar stolt yfir því að hafa verið aðalverktaki Hörpunnar.

Aðrar byggingar sem keppa til úrslita eru:

City Hall, Ghent, Belgium: Robbrecht en Daem architecten; Marie-José Van Hee architecten

Superkilen, Copenhagen, Denmark: BIG Bjarke Ingels Group; Topotek1; Superflex

House for Elderly People, Alcácer do Sal, Portugal: Aires Mateus Arquitectos

Metropol Parasol, Seville, Spain: J. Mayer H.

Smelltu hér til að sjá meira

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn