Almennar fréttir

19. desember 2011

Harpan – bygging ársins

Sænska hönnunarblaðið Form hefur valið Hörpuna, byggingu ársins. Tímaritið sérhæfir sig í umfjöllun um arkitektúr og hönnun á norrænum slóðum en leggur þó sérstaka áherslu á Svíþjóð enda blaðið gefið út þar – www.formmagazine.se.

Aðrar byggingar, sem komu til greina í valinu, voru skíðastökkpallurinn í Holmenkollen í Ósló, 8-tallet í Kaupmannahöfn, Fagerborg-dagheimilið í Ósló og gestastofa dómkirkjunnar í Lundi í Svíþjóð.

Í umsögn dómnefndar koma fram vangaveltur um það hvort  Harpan sé tákn nýrrar Reykjavíkur eða glæframennsku í fjármálum. Það er látið liggja  á milli hluta en bent er á þá staðreynd að sala á hópferðum til Íslands hefur margfaldast og er aðdráttarafl Hörpunnar talið eiga stóran þátt í þeirri söluaukningu eins og segir í tilkynningu dómnefndar.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn