Almennar fréttir

01. febrúar 2010

Harpan heimsótt

Iðnaðarráðherra heimsótti Hörpuna í liðinni viku til að kynna sér verkefnið nánar og framkvæmdir við það. Óhætt er að segja að meirihluti þeirra iðngreina sem heyra undir Iðnaðarráðuneytið séu við störf í Tónlistarhúsinu, beint eða óbeint. Um 310 manns eru nú við störf á verkstað og fer fjölgandi.

Einnig heimsóttu Hörpuna fyrir skömmu 40 arkitektanemar af fyrsta og þriðja ári Listaháskóla Íslands. Þeir fengu fræðslu um aðdraganda verkefnisins og innsýn í arkitektúr hússins. Það var Færeyingurinn Osbjörn Jacobsen, einn af aðal arkitektum byggingarinnar, sem fór yfir hugmyndafræði hússins og skipulag þess.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn