Almennar fréttir

29. nóvember 2012

Harpan hlýtur viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk

Allt frá árinu 1990 hefur Lagnafélag Íslands veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi. Tilgangur viðurkenninganna er að efla gæðavitund meðal þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála.

Í ár fékk húsnæði Hörpunnar viðkenninguna en í áliti viðurkenninganefndar segir:

"Heildarverk við lagnir í húsi Hörpu er gott. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög aðgengilegt, handverk iðnaðarmanna gott. Um er að ræða nítján aðskilin loftræstikerfi sem þjóna ólíkum kröfum. Einnig er um að ræða sérhæfð pípulagnakerfi.”

Eftirtaldir aðilar hlutu viðurkenningar .

  • Mannvit hf./ Ramboll Group A/S, Fyrir hönnun lagnakerfa Fyrir hönnun lagnakerfa
  • Ísloft ehf. Fyrir smíði loftræstikerfa
  • ÍAV hf. pípulagnadeild., Fyrir pípulagnir
  • Artec Consultanst Inc. Fyrir hljóðvist
  • Rafholt. ehf. Fyrir stjórnkerfi
  • Iðnaðartækni ehf., Fyrir hússtjórnarkerfi
  • Batteríið ehf. og Henning Larsen, Fyrir góða samvinnu við gerð lagna- og loftræstikerfa.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn