Almennar fréttir

23. febrúar 2016

HB Grandi semur við ÍAV um endubyggingu Marshall hússins við Norðurgarð.

HB Grandi hefur tekið tilboði ÍAV í að endurbyggja og innrétta svokallað Marshall hús út á Granda.

Fyrst um sinn verður unnið við rif, brot og steypuvinnu m.a. lyftustokk og nýjan stiga upp allt húsið. Svo verður húsið innréttað fyrir veitingastað, sýningarsali og vinnustofur.

Áætlað er að verkið hefjist strax og á því að vera lokið 31.ágúst næstkomandi.

Marshall húsið er vinstra megin á myndinni við enda viðlegukants.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn