Almennar fréttir

18. nóvember 2008

Heilbrigðisstarfsemi vex fiskur um hrygg í Glæsibæ

Mikil heilbrigðisstarfsemi er í glæsilegu nýbyggðu húsi við Glæsibæ.ÍAV hófu byggingaframkvæmdir í mars 2006 en húsið er 10.000 fermetrar að stærð á átta hæðum auk kjallara á tveimur hæðum. Einnig byggðu ÍAV bílastæðahús milli hússins og eldra húss Glæsibæjar á þremur hæðum með um 400 bílastæðum.

Í nóvember voru afhendar til leigutaka þriðja og fjórða hæðin í húsinu en þær eru um 2.400 fermetrar að stærð. ÍAV sáu um að fullinnrétta hæðirnar fyrir lækna. Á þriðju hæð er Læknamiðstöðin ehf. með 26 læknastofur, tvær aðgerðarstofur með tilheyrandi sótthreinsiherbergjum og Blóðrannsóknir ehf. með blóðrannsóknarstofu. Á fjórðu hæð er Handlæknastöðin ehf. með fimm fullkomnar skurðstofur ásamt tilheyrandi rýmum og eru það flestar skurðstofur á einum stað utan Landsspítalans. Á fjórðu hæðinni eru einnig tannlæknastofur fyrir barnatannlækna auk fjögurra hefðbundinna læknastofa. Starfsemi læknanna er hafin.

Önnur starfsemi, sem komin er í húsið er Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa með neðstu þrjár hæðirnar, skrifstofur Pennans með eina hæð og augnlæknastofan Sjónlag ehf. er með fimmtu hæðina.Hjá Sjónlagi eru tvær fullkomnar skurðstofur. Önnur er mest notuð fyrir augasteinsaðgerðir, en hin fyrir laseraðgerðir.Tvær efstu hæðirnar eru óleigðar.

Byggingarstjórar eru Bóas Jónsson og Össur Friðgeirsson. Verkefnastjóri er Jón Örn Jakobsson.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn