Almennar fréttir

18. nóvember 2008

Heilbrigðisstarfsemi vex fiskur um hrygg í Glæsibæ

Mikil heilbrigðisstarfsemi er í glæsilegu nýbyggðu húsi við Glæsibæ.ÍAV hófu byggingaframkvæmdir í mars 2006 en húsið er 10.000 fermetrar að stærð á átta hæðum auk kjallara á tveimur hæðum. Einnig byggðu ÍAV bílastæðahús milli hússins og eldra húss Glæsibæjar á þremur hæðum með um 400 bílastæðum.

Í nóvember voru afhendar til leigutaka þriðja og fjórða hæðin í húsinu en þær eru um 2.400 fermetrar að stærð. ÍAV sáu um að fullinnrétta hæðirnar fyrir lækna. Á þriðju hæð er Læknamiðstöðin ehf. með 26 læknastofur, tvær aðgerðarstofur með tilheyrandi sótthreinsiherbergjum og Blóðrannsóknir ehf. með blóðrannsóknarstofu. Á fjórðu hæð er Handlæknastöðin ehf. með fimm fullkomnar skurðstofur ásamt tilheyrandi rýmum og eru það flestar skurðstofur á einum stað utan Landsspítalans. Á fjórðu hæðinni eru einnig tannlæknastofur fyrir barnatannlækna auk fjögurra hefðbundinna læknastofa. Starfsemi læknanna er hafin.

Önnur starfsemi, sem komin er í húsið er Heilsuræktarstöðin Hreyfing og Blue Lagoon Spa með neðstu þrjár hæðirnar, skrifstofur Pennans með eina hæð og augnlæknastofan Sjónlag ehf. er með fimmtu hæðina.Hjá Sjónlagi eru tvær fullkomnar skurðstofur. Önnur er mest notuð fyrir augasteinsaðgerðir, en hin fyrir laseraðgerðir.Tvær efstu hæðirnar eru óleigðar.

Byggingarstjórar eru Bóas Jónsson og Össur Friðgeirsson. Verkefnastjóri er Jón Örn Jakobsson.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn