Almennar fréttir

04. desember 2013

Heilög Barbara heiðruð

Fjórði desember er hátíðisdagur heilagrar Barböru sem er verndardýrðlingur gangamanna, sprengjumanna og jarðfræðinga. Alla jafna er mikið um dýrðir hjá jarðgangamönnum um heim allan þennan dag og svo var að sjálfsögðu líka á starfstöðvum ÍAV bæði hér heima og í Noregi. ÍAV vinnu nú að jarðgöngum við Vaðlaheiði fyrir norðan, í Solbak við Stavanger og í Holsmestrand, hvorutveggja í Noregi.


Athöfnin fer þannig fram að prestur blessar líkneski heilagrar Barböru og það er síðan afhent gangamönnum til varðveislu. Líkneskinu er komið fyrir við gangamunnann og er ætlað aðminna starfsmenn jarðganga á að fara að öllu með gát.
Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni í Vaðlaheiðargöngum og í Solbak.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn