Almennar fréttir

07. desember 2012

Heilög Barbara heiðruð í Noregi

Jarðgangamenn í Snekkestað í Noregi héldu hátíð þann 4. desember en sá dagur er tileinkaður heilagri Barböru sem er verndardýrlingur námumanna. Starfsmenn Snekkestaðarverkefnisins eru margir hverjir kaþólskir og þótti við hæfi að sameina hátíðarhöld tengd Barböru við jólahátíðina.

Byrjað var á því að fara inn í göng en þar var líkneski heilagrar Barböru blessað af kaþólska prestinum í Holmestrand. Eftir ræðuhöld og söng kórs heimamanna í Holmestrand var boðið til veislu á vinnusvæði ÍAV/Marti.

Barbara gegnir viðamiklu hlutverki í kaþólskri trú en hún er verndari námumanna, vopnasmiða, steinsmiða, jarðfræðinga og flugeldatækna. Þá þykir hún góð til fyrirbæna hjá slökkviliðsmönnum, múrurum og vitavörðum. Einnig sinnir hún sjúkum og verndar þá gegn eldi.

Til fróðleiks má geta þess að heilög Barbara er sögð hafa fæðst árið 218 í borginni Nicomedia í Tyrklandi. Rómverski harðstjórinn Dioscorus var faðir hennar. Barbara þótti afar fögur en Dioscorus vildi halda henni frá girndaraugum vonbiðla. Dag einn þegar hann kom heim eftir langa fjarveru komst hann að því að Barbara hafði gerst kristin og sótt skóla hjá kristnum lækni. Dioscorus skipaði þegar í stað að láta reisa sérstakt hús fyrir Barböru þar sem hún skyldi höfð í stofufangelsi. En Barabara veitti viðnám. Hún lét smiði fjölga gluggum svefnherbergisins úr tveimur í þrjá, en það átti að undirstrika trú hennar. Einnig neitaði hún að giftast þeim manni sem faðir hennar hafði valið handa henni. Þetta og fleira varð til þess að Barbara var dæmd til dauða og skyldi hún hálshöggvin. Þar sem faðir Barböru stóð yfir líki dóttur sinnar eftir að hafa sjálfur höggið höfuð hennar af með sverði, laust eldingu í sverðið og dó hann samstundis. Á þetta var litið sem teikn um hefnd guðs.

Hér má sjá sjónvarpsútsendingu frá athöfninni

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn