Almennar fréttir

29. júlí 2021

Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar afhentar

Um miðjan júní hóf Vegargerðin að flytja inn í nýjar höfðuðstöðvar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ og flutti endanlega alla starfsemi sína í húsið í byrjun júlí. Húsið sem er í eigu Regins var endurbyggt með það í huga að henta sem skrifstofu- og lagerhús. Um er að ræða 3000 m2 skrifstofubyggingu á þremum hæðum auk 2400 m2 lager og tækjageymslu á 9.000 m2 lóð. ÍAV var með stýriverktöku fyrir Reginn við framkvæmdina og sá um framkvæmdastjórn og samningsgerð við verktaka, Framkvæmdir hófust í apríl 2020 með vinnu við niðurrif á hluta mannvirkja. Endurbygging hófst svo með uppsteypu í maí 2020. Upphaflega var áætlað að ljúka framkvæmdum í mars, en það drógst til 15. Júní vegna ýmissa þátta svo sem hönnunar, umfangs verks og áhrifa frá Covid faraldrinum.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn