Almennar fréttir

29. júlí 2021

Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar afhentar

Um miðjan júní hóf Vegargerðin að flytja inn í nýjar höfðuðstöðvar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ og flutti endanlega alla starfsemi sína í húsið í byrjun júlí. Húsið sem er í eigu Regins var endurbyggt með það í huga að henta sem skrifstofu- og lagerhús. Um er að ræða 3000 m2 skrifstofubyggingu á þremum hæðum auk 2400 m2 lager og tækjageymslu á 9.000 m2 lóð. ÍAV var með stýriverktöku fyrir Reginn við framkvæmdina og sá um framkvæmdastjórn og samningsgerð við verktaka, Framkvæmdir hófust í apríl 2020 með vinnu við niðurrif á hluta mannvirkja. Endurbygging hófst svo með uppsteypu í maí 2020. Upphaflega var áætlað að ljúka framkvæmdum í mars, en það drógst til 15. Júní vegna ýmissa þátta svo sem hönnunar, umfangs verks og áhrifa frá Covid faraldrinum.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn