Almennar fréttir

27. nóvember 2008

Hópuppsögn vegna efnahagserfiðleika

Í ljósi mikils samdráttar í íslensku efnahagslífi undanfarna mánuði og vegna efnahagslegra afleiðinga fjármálakreppunar, hefur orðið mikill samdráttur á verktaka- og fasteignamarkaði. Mikil óvissa er um öflun nýrra verkefna og sökum þess neyðist ÍAV til þess að segja upp 151 starfsmanni. Þá verður 19 starfsmönnum til viðbótar boðin önnur störf innan félagsins eða lækkað starfshlutfall. Uppsagnirnar ná til starfsmanna úr öllum þeim starfsstéttum er starfa hjá félaginu og hefur Vinnumálastofnun verið tilkynnt um uppsagnirnar. Eftir uppsagnirnar munu yfir 400 manns starfa hjá ÍAV auk nokkur hundruð starfsmanna undirverktaka.

Starfsfólki sem hefur verið sagt upp störfum verður veitt ráðgjöf varðandi réttindi sín, aðstoðað við atvinnuleit og aðra tengda þætti. Forsvarsmenn ÍAV munu leitast við að liðsinna öllum sínum starfsmönnum hvað best þeir geta.

Á örfáum mánuðum hafa rekstrarforsendur fyrirtækja í verktaka- og byggingariðnaði snúist hratt til verri vegar. Eftir fall bankanna hefur staðan versnað enn frekar og ríkir óvissa um framhald margra verkefna. Opinberir aðilar hafa hætt við eða frestað fyrirhuguðum útboðum á ný framkvæmdum og einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt til hliðar áform sín um framkvæmdir að sinni. Í ljósi aðstæðna er það mat stjórnenda ÍAV að við blasi verulegur samdráttur á verktaka- og byggingamarkaði á næstu mánuðum.

Eftir sem áður verður ÍAV einn af burðarásum íslensks verktaka- og byggingariðnaðar með yfir 400 starfsmenn á launaskrá auk nokkur hundruð starfsmanna undirverktaka. ÍAV vinnur að mörgum stórum og áhugaverðum verkefnum og verður félagið áfram virkur þátttakandi á verktakamarkaði.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn