Almennar fréttir

18. mars 2011

Hópur Kínverja skoðar framkvæmdir við Hörpu

Í morgun heimsótti Hörpuna um 15 manna hópur frá Wuhan í Kína. Um er að ræða aðstoðarborgarstjóra Wuhanborgar ásamt fylgdarliði en glerhjúpur Hörpunnar er framleiddur af fyrirtækinu Lingyun í Wuhan.

Þegar samningur um glerhjúpinn var undirritaður í Wuhan í janúar 2008 tók borgarstjóri Wuhan fullan þátt í henni og veitir borgin Lingyun nauðsynlegan stuðning í þessu flókna og erfiða verkefni. Framleiðsla glerhjúpsins er nú á lokastigi en þegar mest var unnu um 400 manns við smíði hans í Wuhan.

Vinna við uppsetningu glerhjúpsins er nú í fullum gangi og starfa nú yfir 60 manns við það og mun þeim fjölga í yfir 100 í apríl.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn