Almennar fréttir

17. júní 2007

Hornsteinn lagður að Háskólatorgi

Á 96 ára afmæli Háskóla Íslands, þann 17. Júní, var hornsteinn lagður að Háskólatorgi við hátíðlega athöfn. Í ávarpi Kristínar Ingólfsdóttur rektors við lagningu hornsteinsins kom fram að Háskólatorg mun gjörbreyta möguleikum Háskóla Íslands til að veita stúdentum sínum góða þjónustu og styðja þá við nám og starf.

Í hólki hornsteinsins er að finna merki Háskóla Íslands, teikningar af byggingunum bæði prentaðar og á minnislykli, ásamt sögu Háskólatorgs frá því að hugmyndin kom fyrst fram og allt til lagningar hornsteinsins.

Framkvæmdir við byggingu Háskólatorgs ganga samkvæmt áætlun uppsteypu er lokið og nú rísa stálvirkin sem marka útlínur bygginganna. Unnið er við að grófjafna lóð og í byrjun ágúst verður hafist handa við lokafrágang hennar. Stærsti hluti bygginganna verður tekinn í notkun í árslok 2007 og 3. hæð í Háskólatorgi 2 í febrúar 2008.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn