Almennar fréttir

25. júní 2012

Hörpusalir fá nöfn

Sérstök nafnanefnd hefur valið nöfn fyrir alla sali Tónlistarhússins Hörpu en fjölmargar hugmyndir voru skoðaðar.

Aðalsalurinn heitir nú Eldborg og tekur hann 1800 manns í sæti. Æfingasalur Sinfóníuhljómsveitarinnar fékk nafnið Norðurljós en sá salur verður einnig notaður undir allskyns tónlistarviðburði og ráðstefnur og tekur hann 450 gesti í sæti. Silfurberg er ráðstefnusalurinn sem hægt er að skipta í tvennt og getur þannig hýst tvær ráðstefnur í einu. Ráðstefnugestir Silfurbergs geta orðið allt að 750 talsins en nýtingamöguleikar ráðstefnusalarins eru mjög miklir og tengist hann vel Norðurljósasalnum. Kaldalón er svo nafn minnsta salarins en hann tekur 200 manns í sæti og er ætlaður fyrir minni hljómlistarverk og ráðstefnur.

Önnur salarkynni og fundarherbergi hafa einnig fengið nöfn og eru þau einnig ættuð úr náttúrunni eða nánar tiltekið þar sem vatn og land mætast. Þessi herbergi verða kölluð Nes, Vör, Vík og Sund.

Sýningarsvæðin tvö í ytri rýmum hússins munu heita Flói og Eyri og skiptanlegt ráðstefnuherbergi mun heita Ríma, Vísa og Stemma.

 

 

Stóri salurinn heitir Eldborg

 

Hér má sjá Eldbog eins og hann lítur út i dag

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn