Almennar fréttir

25. júní 2012

Hörpusalir fá nöfn

Sérstök nafnanefnd hefur valið nöfn fyrir alla sali Tónlistarhússins Hörpu en fjölmargar hugmyndir voru skoðaðar.

Aðalsalurinn heitir nú Eldborg og tekur hann 1800 manns í sæti. Æfingasalur Sinfóníuhljómsveitarinnar fékk nafnið Norðurljós en sá salur verður einnig notaður undir allskyns tónlistarviðburði og ráðstefnur og tekur hann 450 gesti í sæti. Silfurberg er ráðstefnusalurinn sem hægt er að skipta í tvennt og getur þannig hýst tvær ráðstefnur í einu. Ráðstefnugestir Silfurbergs geta orðið allt að 750 talsins en nýtingamöguleikar ráðstefnusalarins eru mjög miklir og tengist hann vel Norðurljósasalnum. Kaldalón er svo nafn minnsta salarins en hann tekur 200 manns í sæti og er ætlaður fyrir minni hljómlistarverk og ráðstefnur.

Önnur salarkynni og fundarherbergi hafa einnig fengið nöfn og eru þau einnig ættuð úr náttúrunni eða nánar tiltekið þar sem vatn og land mætast. Þessi herbergi verða kölluð Nes, Vör, Vík og Sund.

Sýningarsvæðin tvö í ytri rýmum hússins munu heita Flói og Eyri og skiptanlegt ráðstefnuherbergi mun heita Ríma, Vísa og Stemma.

 

 

Stóri salurinn heitir Eldborg

 

Hér má sjá Eldbog eins og hann lítur út i dag

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn