Almennar fréttir

21. apríl 2006

HS semja við ÍAV um jarðboranaverkefni

Íslenskir aðalverktakar og Hitaveita Suðurnesja hafa undirritað samning um borun á sjótökuholum á Reykjanesi.Í febrúar var efnt til útboðs um borun á tíu holum til töku á ferskvatnsblönduðum sjó til öflunar kælivatns vegna Reykjanesvirkjunar sem nú er í byggingu. Að afloknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við ÍAV en tvö tilboð bárust í verkið frá Jarðborunum og ÍAV. Tilboð ÍAV reyndist hagstæðara og er 96% af kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í ágúst 2005.

Með samningi þessum er ÍAV að vinna að verkefni í jarðborunum í fyrsta sinn. Það er í takt við stefnu fyrirtækisins að sækja inn á nýjan markað og stuðla enn frekar að uppbyggingu fyrirtækisins og áframhaldandi vexti. Verkefni þetta fellur vel að kjarnastarfsemi fyrirtækisins og mun þekking starfsmanna nýtast vel í verkefni þessu.

 

 

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn