Almennar fréttir

30. apríl 2013

Hús íslenskra fræða - jarðvinna

Grunnur að Húsi Íslenskra fræða er hefðbundið jarðvinnuverk þ.e. uppúrtekt, sprengingar og fyllingar. Að auki er borað fyrir lögnum úr grunni sem liggja undir Suðurgötu og meðfram Háskóla Íslands.

Verkefnið er unnið eftir BREEAM umhverfisstaðli. BREEAM staðallinn felur í sér að markvisst er reynt að draga úr umhverfisáhrifum vegna verkefnisins.

Meðal annars þarf verkkaupi að gera áætlanir um notkun orkugjafa, fylgjast með notkuninni og bera saman. Starfsmenn eru hvattir til að draga úr orkunotkuninni og/eða að leita leiða til að umhverfisáhrif verði minni t.d. með breyttum aðferðum o.fl. Þá er mikið lagt upp úr upplýsingaskyldu til nágranna og að halda góðum tengslum við þá með það að markmiði að truflun vegna verkefnis verði sem minnst.  Með það í huga mun  sprengingum komið þannig fyrir að einungis var sprengt á ákveðnum tíma sólarhringsins og nágrönnum verður  tilkynnt um það, einnig verða nágrannar látnir vita hvenær sprengingar hefjast og þegar þeim er lokið.  Dregið verður eins og hægt er úr rykmengun m.a. með ákveðnu aksturslagi og dekk vörubifreiða hreinsuð áður en bílarnir fara út á nærliggjandi götur.  Til að valda íbúum í nærliggjandi byggingum ekki óþarfa ónæði, mun aðeins verða unnið við jarðvinnuframkvæmdir á virkum dögum.

 

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn