Almennar fréttir

30. apríl 2013

Hús íslenskra fræða - jarðvinna

Grunnur að Húsi Íslenskra fræða er hefðbundið jarðvinnuverk þ.e. uppúrtekt, sprengingar og fyllingar. Að auki er borað fyrir lögnum úr grunni sem liggja undir Suðurgötu og meðfram Háskóla Íslands.

Verkefnið er unnið eftir BREEAM umhverfisstaðli. BREEAM staðallinn felur í sér að markvisst er reynt að draga úr umhverfisáhrifum vegna verkefnisins.

Meðal annars þarf verkkaupi að gera áætlanir um notkun orkugjafa, fylgjast með notkuninni og bera saman. Starfsmenn eru hvattir til að draga úr orkunotkuninni og/eða að leita leiða til að umhverfisáhrif verði minni t.d. með breyttum aðferðum o.fl. Þá er mikið lagt upp úr upplýsingaskyldu til nágranna og að halda góðum tengslum við þá með það að markmiði að truflun vegna verkefnis verði sem minnst.  Með það í huga mun  sprengingum komið þannig fyrir að einungis var sprengt á ákveðnum tíma sólarhringsins og nágrönnum verður  tilkynnt um það, einnig verða nágrannar látnir vita hvenær sprengingar hefjast og þegar þeim er lokið.  Dregið verður eins og hægt er úr rykmengun m.a. með ákveðnu aksturslagi og dekk vörubifreiða hreinsuð áður en bílarnir fara út á nærliggjandi götur.  Til að valda íbúum í nærliggjandi byggingum ekki óþarfa ónæði, mun aðeins verða unnið við jarðvinnuframkvæmdir á virkum dögum.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn