Almennar fréttir

11. júlí 2013

Hús íslenskra fræða - verklok

Jarðvinnuverkefni við grunn Húss íslenskra fræða lauk í júní sl.  Verkið var að mestu hefðbundið jarðvinnuverk, uppúrtekt úr grunni fyrir húsið og sprengt fyrir kjallara og lögnum.  Alls voru fluttir ríflega 30 þúsund rúmmetrar af efni úr grunninum.   Þá var lögð um 380 metra löng jarðvatnslögn frá húsgrunninum í tjörn við Norræna húsið, þar af voru um 140 metrar boraðir undir Suðurgötuna og framfyrir aðalbyggingu Háskóla Íslands.  Lögninni er ætlað að fjarlægja mögulegt jarðvatn við húsið auk þess að virka sem varalögn ef vatn kemst inn í húsið.

Verkefnið var unnið eftir BREEAM umhverfisstaðli. BREEAM staðallinn felur m.a. í sér að markvisst er reynt að draga úr umhverfisáhrifum vegna verkefnisins, s.s. notkun díselolíu og annarra orkugjafa, hugað er að náttúru og mannlífi við vinnustaðinn og öryggi starfsmanna og vegfaranda er haft að leiðarljósi.

ÍAV þakkar öllum nágrönnum og vegfarendum sýnt umburðarlyndi meðan á verkframkvæmdum stóð og vonar að truflun vegna þeirra hafi verið í lágmarki.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn