Almennar fréttir

20. apríl 2007

Hveragerði - opið hús á sumardaginn fyrsta

Þann 19. apríl – á sumardaginn fyrsta, var söludeild ÍAV með opið hús að Lækjarbrún 20 í Hveragerði. Íbúðunum sem eru 2ja og 3ja herbergja frá 86 – 99 fm verður skilað fullbúnum með parketi á gólfum og flísalögðum gólfum á baðherbergi, þvottaherbergi og forstofu.

Þjónustuhús við Lækjarbrún í Hveragerði veita íbúum þeirra tækifæri til að njóta lífsins í faðmi einstakrar náttúru og jafnframt aðgang að margvíslegri þjónustu Heilsustofnunar náttúrulækningafélags Íslands. Kaupendur gerast sjálfkrafa aðilar að samningi við HNLFÍ sem veitir aðgang að viðamikilli þjónustu heilsustofnunarinnar gegn greiðslu mánaðarlegs grunngjalds.

Rómuð náttúrufegurð, friðsæld og nálægð við hvers kyns þjónustu ásamt fallegum gönguleiðum, golfvelli og hesthúsum eru nokkrir af þeim kostum til að njóta lífsins sem bjóðast í Hveragerði.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn