Almennar fréttir

08. september 2009

ISO vottunarskírteini formlega afhent

Í dag var ISO 9001 vottunarskírteini afhent formlega við hátíðlega athöfn í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Það er BSI (British Standards Institution) á Íslandi sem veitir ÍAV vottunina. Vottunin felur í sér að ÍAV er vottað samkvæmt reglum ISO 9001:2008 staðlinum og nær hún yfir alla starfsemi fyrirtækisins. Vottunin nær til þróunar, hönnunar og verkefnastýringar í bygginga- og mannvirkjagerð þar með talið húsbyggingar, lagningu vega, hafnargerð, jarðgangnagerð, byggingu virkjana o.s.frv.

Framkvæmdastjórar og gæðastjórar ÍAV munu í framhaldinu afhenda hverjum vinnustað skírteini til eignar. í kjölfar vottunar sem þessarar mun BSI á Íslandi sjá um áframhaldandi úttektir á ÍAV á sex mánaða fresti til staðfestingar á virkni gæðakerfisins.

Gæðakerfið byggir á og endurspeglar áratuga reynslu starfsmanna ÍAV af verklegum framkvæmdum.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn