Almennar fréttir

08. september 2009

ISO vottunarskírteini formlega afhent

Í dag var ISO 9001 vottunarskírteini afhent formlega við hátíðlega athöfn í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Það er BSI (British Standards Institution) á Íslandi sem veitir ÍAV vottunina. Vottunin felur í sér að ÍAV er vottað samkvæmt reglum ISO 9001:2008 staðlinum og nær hún yfir alla starfsemi fyrirtækisins. Vottunin nær til þróunar, hönnunar og verkefnastýringar í bygginga- og mannvirkjagerð þar með talið húsbyggingar, lagningu vega, hafnargerð, jarðgangnagerð, byggingu virkjana o.s.frv.

Framkvæmdastjórar og gæðastjórar ÍAV munu í framhaldinu afhenda hverjum vinnustað skírteini til eignar. í kjölfar vottunar sem þessarar mun BSI á Íslandi sjá um áframhaldandi úttektir á ÍAV á sex mánaða fresti til staðfestingar á virkni gæðakerfisins.

Gæðakerfið byggir á og endurspeglar áratuga reynslu starfsmanna ÍAV af verklegum framkvæmdum.

Twitter Facebook
Til baka

Fréttasafn