12. mars 2010
Jarðgangagerð - einstaklingar á skrá
ÍAV, í samstarfi við Marti Contractor Ltd., hyggjast auka þátttöku sína í jarðgangaverkefnum hér á landi og erlendis í nánustu framtíð. Vonir standa til að hægt verði að nýta þá miklu reynslu og þekkingu í jarðgangagerð sem áunnist hefur hérlendis hjá íslenskum aðilum á undanförnum árum. Í þessu skyni óskar félagið eftir að komast í samband við aðila sem kunna að hafa áhuga á að vinna með ÍAV á þessu sviði í framtíðinni.
Félagið óskar eftir upplýsingum frá einstaklingum með reynslu í jarðgangagerð. Hér er átt við:
- Stjórnendur jarðgangabora
- Hleðslu- og sprengimenn
- Stjórnendur tækja við ásprautun
- Verkstjóra jarðgangagerðar
- Rafvirkja til að þjónusta jarðgangabúnað
- Jarðfræðinga til jarðlagakortlagningar
- Mælingamenn
- Verk- og tæknifræðinga með reynslu af stjórnun og umsýslu jarðgangaverkefna.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SENDA INN UPPLÝSINGAR