Almennar fréttir

17. nóvember 2009

Jarðgangahlutar sameinast

Í gær var klárað að sprengja næst síðustu sprenginguna í veghluta Bolungarvíkurganganna.  Eftir sprenginguna opnaðist á milli jarðgangahlutanna en ástæðuna má rekja til þess að mjög veik setlög í efri hluta stafns gangana gáfu eftir. Vegna öryggis starfsmanna var ákveðið að ljúka við að sprengja það sem eftir var,  styrkja loft og veggi svo ekki stafaði hætta á frekara hruni.

Framundan er frekari sprengivinna í síðasta útskoti ganganna ásamt bergstyrkingum svo hægt verði að bjóða gestum að skoða göngin á öruggan hátt þegar síðasta sprengihleðslan í verkinu verður sprengd  og þessum stóra áfanga fagnað þann 28. nóvember.

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn