Jarðvinna fyrir Alvogen
ÍAV er að klára jarðvinnu fyrir Alvogen og er nú lokið við að fjarlægja 35.000 m3 úr grunni Alvogens og fylla um 5.000 m3 í grunninn.
Verkið hófst 7. nóvember og stefnt er að verklokum í lok mánaðarins.
ÍAV er að klára jarðvinnu fyrir Alvogen og er nú lokið við að fjarlægja 35.000 m3 úr grunni Alvogens og fylla um 5.000 m3 í grunninn.
Verkið hófst 7. nóvember og stefnt er að verklokum í lok mánaðarins.
Það líður að verklokum á Njálsgötu 65. Verk hófst nóvember 2021. Um er að ræða 12 innréttaðar íbúðri og uppsetning á flóttastiga. Verkkaupi er Félagsbústaðir og húsnæðið er ætlað sem endurhæfingarhúsnæði fyrir konur, sem hafa lent í félagslegum áföllum af ýmsu tagi. Þarna mun hver einstaklingur dvelja í um tvo til þrjá mánuði.
ÍAV tekur þátt í byggingu tveggja nýrra skíðalyfta í Bláfjöllum. Lyfturnar heita Gosi, sem verður á Suðursvæði, og Drottning, sem verður við Kóngsgil. Þær munu leysa af hólmi eldri lyftur sem bera sömu nöfn. Um er að ræða fjögurra sæta stólalyftur og er verkið er unnið í samstarfi við austuríska lyftuframleiðandann Doppelmayr, sem jafnframt er aðalverktaki verksins. ÍAV mun sjá um jarðvinnu, steypu á undirstöðum fyrir möstur og endastöðvar ásamt reisingu stálgrindarhúsa yfir botnstöðvum og stólageymslu o.fl. Doppelmayr mun síðan sjá um uppsetningu sjálfra lyftanna og alls búnaðar tengdum henni. Fyrsta skóflustunga var tekin núna í vikunni og eru framkvæmdir því formlega byrjaðar.
Íslenskir aðalverktakar hf. afhentu Garðabæ nýtt fjölnotaíþróttahús í byrjun febrúar. Við erum stolt af því að hafa byggt og hönnunarstýrt þessu mannvirki í góðu samstarfi við Verkís verkfræðistofu og Ask arkitekta.
ÍAV hóf nýlega vinnu við endurbyggingu á sjóvarnargarði við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið er áframhald af endurnýjun grjótvarnar meðfram Eiðsgranda, en framkvæmdum er nýlokið á kaflanum frá skólpdælustöð við Boðagranda að hringtorgi á mótum Ánanausta og Hringbrautar. Myndband af drónaflugi yfir vinnusvæðið má sjá á tenglinum: https://youtu.be/BQGGxsixsuQ