Almennar fréttir

14. mars 2004

Jarðvinnuverkefni í Reykjanesbæ

Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, skrifuðu þann 14. mars undir samning um verk sem felst í að sprengja út og fjarlægja klöpp á lóð fyrirhugaðrar stálpípuverksmiðju á hafnarsvæðinu í Helguvík og nota í sjóvarnargarða, en ÍAV voru lægstbjóðendur í verkið. Um er að ræða lækkun á lóðarstæði um 15 til 20 metra með sprengingum og greftri. Fyllingarefni og grjót sem við það myndast verður flutt að strandlengju Keflavíkur og Njarðvíkur og nýtt við gerð sjóvarnargarða og landfyllinga.

Starfsmenn ÍAV hafa þegar hafið framkvæmdir og munu um 20 manns vinna við verkið. Verkefnastjóri er Guðgeir Sigurjónsson og verkstjóri er Ágúst Ólafsson. Verklok eru áætluð 1. júní 2004.

 

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn