Almennar fréttir

14. maí 2016

Keflavíkurflugvöllur Endurnýjun flugbrauta

Undirbúningur framkvæmda við endurnýjun flugbrauta á Keflavíkurflugvelli er nú í fullum gangi. Verkið felst í endurnýjun yfirborðs á brautum 02-20 og 11-29, með fræsun og malbikun, ásamt því að leggja nýtt raflagnakerfi að nýjum hliðar- og brautarljósum. Einnig verða gerðar tvær nýjar tengibrautir fyrir flugvélar að flugbrautunum. Tilboðsupphæð ÍAV í verkið eru rúmir 5,6 milljarðar króna og skal verkinu lokið 15. október 2017. Stærsti hluti verksins er malbikun brautanna sem lagt verður út í mismunandi lögum alls um 700.000 m2.

ÍAV og Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas undirrituðu samning þann 29.apríl um undirverktöku Hlaðbæjar Colas í fræsun og malbikun brautanna.

Á myndinni er auk Sigurðar, Sigþór Sigþórsson framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar Colas, við undirritun samningsins.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Fréttasafn