Almennar fréttir

08. janúar 2018

Kirkjusandsreitur

Nýlega var undirritaður samningur milli ÍAV annars vegar og 105 Miðborgar og Íslandssjóða hins vegar, um uppbyggingu á Kirkjusandi í Reykjavík. Verkið felst i byggingu bílakjallara, um 140 íbúða auk þjónustu- og skrifstofubyggingar. Alls um 34.000 m2. 

Upphæð verksamningsins er um 10 milljarðar og er þetta því stærsti verksamningur sem ÍAV hefur gert í langan tíma.

ÍAV mun hafa umsjón með öllum framkvæmdum og hönnun sem þegar er hafin. 

Arkitektar eru Schmidt–Hammer-Lassen, VA arkitektar og THG arkitektar. Verkfræðihönnun annast Lota.

Undirbúningur verksins mun nú fara á fullt skrið og er gert ráð fyrir að framkvæmdir á verkstaðnum hefjist í byrjun mars.

Aðalverkefnisstjóri er Höskuldur Tryggvason.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn