Almennar fréttir

04. júní 2018

Kirkjusandur - 1. skóflustunga

Miðvikudaginn 23. maí var tekin fyrsta skóflustunga fyrir fyrsta húsinu á Kirkjusandsreitnum, þar með hófust verklegar framkvæmdir við uppbyggingu íbúðablokkar með 77 íbúðum, ásamt bílakjallara sem verður samtengdur öðrum bílakjöllurum á reitnum.

Húsið er á 7 hæðum og er heildar flatarmál hæða 8.500 m², kjallari hússins ásamt bílakjallaranum á lóðinni er 3.618 m². Aðalhönnuður er Smith Hammer Lasse í samstarfi við VA-arkitekta. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu en 105 Miðborg sem hefur umráð þar yfir fjórum lóðum hefur samið við ÍAV um uppbyggingu á þremur þeirra, þar verður reist íbúða- skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

Nú er vinna komin á fullt við undirbúning vinnusvæðisins, uppsetningu vinnubúða og gröftur hafinn. Verklok þessa fyrsta áfanga eru áætluð í lok næsta árs.    

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Fréttasafn