Almennar fréttir

04. júní 2018

Kirkjusandur - 1. skóflustunga

Miðvikudaginn 23. maí var tekin fyrsta skóflustunga fyrir fyrsta húsinu á Kirkjusandsreitnum, þar með hófust verklegar framkvæmdir við uppbyggingu íbúðablokkar með 77 íbúðum, ásamt bílakjallara sem verður samtengdur öðrum bílakjöllurum á reitnum.

Húsið er á 7 hæðum og er heildar flatarmál hæða 8.500 m², kjallari hússins ásamt bílakjallaranum á lóðinni er 3.618 m². Aðalhönnuður er Smith Hammer Lasse í samstarfi við VA-arkitekta. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu en 105 Miðborg sem hefur umráð þar yfir fjórum lóðum hefur samið við ÍAV um uppbyggingu á þremur þeirra, þar verður reist íbúða- skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

Nú er vinna komin á fullt við undirbúning vinnusvæðisins, uppsetningu vinnubúða og gröftur hafinn. Verklok þessa fyrsta áfanga eru áætluð í lok næsta árs.    

Twitter Facebook
Til baka

Seðlabanki Íslands
27. janúar 2023

Seðlabanki Íslands

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku.

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka
22. desember 2022

Nýtt knattspyrnuhús fyrir íþróttafélagið Hauka

Samningur um byggingu 1. áfanga nýs knatthúss fyrir íþróttafélagið Hauka á svæði félagsins á Völlunum í Hafnarfirði var undirritaður í ráðhúsi Hafnarfjarðar þann 28. nóvember. Um er að ræða reisingu og heildarfrágang á stálgrindarhúsi með steyptum veggjum yfir löglegan knattspyrnuvöll þar sem fram eiga að geta farið keppnisleikir í hvaða móti sem er. Enn fremur verður steypt þjónustubygging við enda vallarins sem ekki verður gengið frá að innan. Af tilefni undirritunar samningsins höfðu Hafnfirðingar látið baka glæsilega tertu í líki hússins

Fréttasafn