Almennar fréttir

27. nóvember 2018

Kirkjusandur staða 27.11.18

Samningurinn er um að hönnunarstýra og byggja þrjú hús, eitt íbúðarhús, bygging D, 77 íbúðir, eitt hús með verslunum á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum, bygging C, 52 íbúðir, og eina skrifstofubyggingu, bygging B. Þá er einnar hæðar sameiginlegur bílakjallari undir öllum húsunum.

Bygging D:  Uppsteypa er í gangi og búið að steypa botnplötu, megnið af veggjum í kjallara og byrjað að leggja niður fiilegran plötur fyrir gólf 1. hæðar. Þar sem 1. hæðin stendur um 1,5 m yfir jörðu eru veggir í kjallara um 5 m háir. Hönnun er að ljúka og reiknað með að skil byggingar verði í des. 2019.

Bygging C: Steypuvinna er hafin og búið að steypa um helming af botnplötu hússins og reiknað með að hún klárist í þessari viku. Hönnun er að ljúka og reiknað með að skil byggingar verði 20.02.2020

Bygging B: Jarðvinna ekki hafin að öðru leyti en það sem þurfti til að búa til aðstöðu fyrir reiti D og C. Hönnun er í gangi og reiknað með að ljúka byggingu í lok ágúst 2020.

Bílakjallari: Jarðvinnu er að mestu lokið fyrir bílakjallara í kringum byggingar D og C en að mestu ólokið fyrir byggingu B. Hafist verður handa við uppsteypu á sameiginlegum bílakjallara í byrjun mars 2019.

Twitter Facebook
Til baka

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka
06. júní 2023

Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt var um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka Um forval og svo alútboð var að ræða. Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teimið. Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega
06. júní 2023

Nýr Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Selfoss opnaður formlega

25.maí 2023 var 2.áfangi nýs Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss formlega opnaður með glæsilegri athöfn Vegagerðarinnar, 5 mánuðum fyrir áætluð verklok. Nánari umfjöllun um verkið og myndir frá athöfninni má finna á heimasíðu Vegagerðarinnar: https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nyr-sudurlandsvegur-milli-hveragerdis-og-selfoss-opnadur-formlega

Formleg afhending "West End project"
06. júní 2023

Formleg afhending "West End project"

24.maí 2023 tók Bandaríkjaher formlega við verkinu „West End project“. Athöfnin var haldin uppá Keflavíkurflugvelli með fulltrúm verkkaupa, Íslenskra aðalverktaka og Landhelgisgæslunnar.

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar
21. maí 2023

Skrifað undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar

Fimmtudaginn 17.maí undirrituðu Íslenskir aðalalverktakar hf. og Vegagerðin verksamning um breikkun Reykjanesbrautar uppá tæpa 4 milljarða. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar, HS Veitna, Mílu, Orkufjarskipta, Ljósleiðarans, Carbfix og Veitna. Verkefnið er síðasti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla við álverið í Straumsvík auk brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Áætlaður verktími er 3 ár, frá júní 2023 til júní 2026.

Fréttasafn